Madonna vill ættleiða indverskt barn

Madonna með fóstursyni sínum David Banda.
Madonna með fóstursyni sínum David Banda. Reuters

Poppdrottningin Madonna mun nú hafa hug á að ættleiða barn frá Indlandi. Madonna og Guy Ritchie, eiginmaðurin hennar, hafa gefist upp á skrifræðinu í Afríku varðandi ættleiðingu en þau vildu ættleiða litla afríska stúlku. Eftir að hjónin fóru í nýársferð til Indlands, ásamt börnunum Lourdes, sem er 11 ára, Rocco, sem er sjö, og David, sem er tveggja ára og þau ættleiddu á sínum tíma frá Malaví, hafa þau nú hug á að ættleiða indverskt barn. Heimildir herma að Madonna hyggist halda til Indlands til að vinna í málinu eftir að hún hefur lokið við að kynna nýja hljómplötu sína.

Í Mumbai hittu þau Bollywood-danshöfundinn Sandip Soparrkar, sem sjálfur hefur ættleitt barn.

„Við ræddum um það hve mörg börn eru heimilislaus hér í landi,“ er haft eftir honum.

Heimildarmaður segir að Ritchie hafi verið á móti hugmyndinni en þegar söngkonan vilji eitthvað, þá fái hún sínu framgengt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir