New Kids on the Block snúa aftur

New Kids on the Block á hátindi fræðgar sinnar fyrir …
New Kids on the Block á hátindi fræðgar sinnar fyrir allnokkrum árum.

Endurkomur hjá fornfrægum hljómsveitum vekja ávallt einhver viðbrögð. Sumar hljómsveitir hafa snúið aftur eftir að hafa hætt og náð að halda velli. Norska tríóið í A-ha snéri aftur árið 2000 og hefur gert ágæta hluti síðan og ekki er langt síðan strákarnir í Take That tóku höndum saman á ný, svo einhver dæmi séu tekin. Nú er bara spurning hvort endurkoma New Kids on the Block heppnist vel.

Hljómsveitin, sem var gríðarlega vinsæl í fáein ár á níunda áratugnum, mun leika fyrir áhorfendum í fyrsta sinn í 14 ár þann 17. maí í New Jersey. Um er að ræða stóran tónlistarviðburð þar sem einnig koma fram Miley Cyrus, the Jonas Brothers, OneRepublic, Simple Plan og síðasti sigurvegari American Idol Jordin Sparks.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar