Scalia veitir viðtal

Antonin Scalia.
Antonin Scalia. AP

Antonin Scalia, einn umdeildasti dómarinn við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur veitt sjónvarpsþættinum 60 mínútur viðtal í tilefni af útgáfu nýrrar bókar sinnar. Telst þetta til nokkurra tíðinda því að Scalia hefur verið óvæginn í gagnrýni sinni á fjölmiðla og ekkert viljað með þá hafa.

Einhverju sinni bannaði Scalia ljósvakamiðlum að vera viðstaddir er hann tók við verðlaunum fyrir stuðning sinn við tjáningarfrelsi. Öðru sinni neyddu öryggisverðir hans tvo fréttamenn til að þurrka út segulbandsupptökur af ræðu sem hann hélt.

Reyndar bað Scalia fréttamennina síðan afsökunar og sagði þetta hafa verið misskilning.

En hann var reiðubúinn að mæta í viðtal til Lesley Stahl, fréttakonu hjá 60 mínútum, og verður viðtalið birt síðar í mánuðinum, skömmu áður en bók Scalia um lögfræðiskrif og málafærslu kemur í búðir.

Ekki er langt síðan annar dómari við hæstaréttinn, Clarence Thomas, veitt 60 mínútum viðtal í tilefni af útgáfu ævisögu sinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt fá góða hugmynd um hvernig hægt sé að bæta ákveðna hluti heima. Þú færð eitthvað gefins í dag sem mun kæta þig mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson