Var ranglega greind í fyrstu

Kylie Minouge
Kylie Minouge AP

Ástralska söngkonan Kylie Minouge segir að fyrsti læknirinn sem hún fór til hafi ekki uppgötvað að hún væri með brjóstakrabbamein.

Þessu greindi söngkonan frá í viðtalsþætti hjá Ellen Degeneres. „Bara vegna þess að einhver klæðist hvítum slopp þýðir ekki endilega að hann hafi rétt fyrir sér,“ sagði hún. Hún fékk að vita að hún væri við hestaheilsu og því hélt hún áfram með tónleikaferðalag sitt. Hún segir að hún hafi oft heyrt sögur af því að konur fari til læknis og fái rangar upplýsingar. „Ég vil ekki hræða fólk en þetta er einfaldlega staðreynd,“ bætti hún við.

Degeneres hefur sjálf kynnst þessu en læknum hennar yfirsást hnúður á líkama hennar þegar hún fór í skoðun.

„Fólk þarf að fylgja innsæi sínu. Ef þú ert eitthvað í vafa þá skaltu bara fara aftur,“ sagði Minouge.

Fljótlega eftir að Minouge greindist með brjóstakrabbamein urðu læknar varir við aukna vitund kvenna gagnvart krabbameini, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir