Paris Hilton vill barn

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

Hótelerfinginn og samkvæmisljónynjan Paris Hilton á sér þá ósk heitasta að eignast barn. Hilton á um þessar mundir í ástarsambandi við Benji Madden, tvíburabróður Joels sem er unnusti og barnsfaðir vinkonu Hilton, Nicole Richie.

 Mun Hilton horfa öfundaraugum á fjölskyldu vinkonu sinnar og er nú staðráðin í að feta í fótspor Richie og eignast erfingja. Þessi plön Hilton hafa hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá Richie sem hefur sakað Hilton um að herma eftir sér í einu og öllu. Mun Richie hafa komist í mikið uppnám þegar Hilton hóf að hitta Benji og svo bætti það gráu ofan á svart þegar Hilton skellti sér með í tónleikaferð bræðranna á sama tíma og Richie beið heima með barnið.

 Segja vinir Richie að hún muni að öllum líkindum slíta vinskap sínum við Hilton ákveði sú síðarnefnda að eignast barn á næstu mánuðum. Já, það er vandlifað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir