Nektarmynd af Bruni seldist fyrir metfé

Hátt verð fékkst fyrir ljósmyndir af frægum konum, sem boðnar voru upp hjá Christie's uppboðsfyrirtækinu í New York í kvöld. Þar á meðal seldist ljósmynd af frönsku leikkonunni Brigitte Bardot fyrir jafnvirði 13,1 milljónar króna og nektarmynd af Cörlu Bruni, forsetafrú Frakklands, fyrir jafnvirði 6,6 milljóna króna.

Það var kínverskur listaverkasafnari sem keypti myndina af Bruni fyrir 91 þúsund dali en hún var metin á um 4000 dali. Myndina tók ljósmyndarinn Michel Comte árið 1993 þegar Bruni starfaði sem fyrirsæta en þau Bruni og Comte unnu saman í áratug.

Bruni er sögð hafa komist í uppnám þegar myndin var birt á ný skömmu áður en frönsku forsetahjónin héldu til Bretlands í opinbera heimsókn í mars. Uppboðshaldarinn varði hins vegar þá ákvörðun og sagði að um væri að ræða smekklega og listræna mynd af einni fegurstu konu heims.

Comte hefur sagt að í hans fórum séu þúsundir nektarmynda af Bruni en hann muni aldrei selja þær.  

Alls voru boðnar upp um 200 ljósmyndir í kvöld, flestar úr ljósmyndasafni Gerd Efferings af fyrirsætum og öðrum frægum konum.  þar á meðal mynd sem Richard Avedon tók af Brigitte Bardot fyrir 181 þúsund dali. Alls seldust myndirnar fyrir 4,27 milljónir dala, jafnvirði 309 milljóna króna.

Hæsta verðið fékkst fyrir tvær myndir eftir Helmut Newton sem seldust saman á 241 þúsund dali. Nektarmynd, sem Irving Penn tók árið 1999 af fyrirsætunni Gisele Bundchen seldist fyrir 193 þúsund dali.

Mynd Richards Avedons af Brigitte Bardot.
Mynd Richards Avedons af Brigitte Bardot. AP
Ljósmyndin af Cörlu Bruni.
Ljósmyndin af Cörlu Bruni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup