Snjóbrettakappinn Halldór vann tvöfalt á virtu móti í Svíþjóð

„Ég hef ekki heyrt hvað ég stökk hátt. Mér var sagt að þetta væri hæsta stökkið,“ segir snjóbrettakappinn Halldór Helgason.

Halldór fékk nýverið verðlaun fyrir hæsta stökkið á hinu virta Oxborn Session-snjóbrettamóti í Svíþjóð. Hann fékk einnig crowd pleaser-verðlaunin sem eru veitt þeim keppanda sem skemmtir áhorfendum mest. Mótið segir Halldór eitt það stærsta í Svíþjóð og að ekki sé á færi allra að taka þátt. „Þeir reyna að fá þá bestu frá hverju landi. Mér og þremur öðrum Íslendingum var boðið að taka þátt,“ segir Halldór.

Gengur í snjóbrettaskóla

Halldór fékk samtals 10.000 krónur sænskar í verðlaunafé fyrir titlana tvo. Samkvæmt gengi íslensku krónunnar í gær fengi hann 120.000 íslenskar krónur fyrir það, sem er ekki slæmt á þessum síðustu og verstu.

Halldór býr í Malung í Svíþjóð sem er rúmlega 5.000 manna bær, umkringdur hólum og hæðum. „Ég er í snjóbrettamenntaskóla,“ segir hann. „Í staðinn fyrir að til dæmis smíða fer ég á snjóbretti. Ég er þrjá daga vikunnar í skólanum og tvo að leika mér á snjóbretti.“

Halldór leikur einnig listir sínar í snjóbrettamyndböndum, sem hann segir skemmtilegra en að taka þátt í mótum. „Ég tek ekki þátt í svo mörgum mótum en er með í að taka upp tvær brettamyndir núna,“ segir hann. „Mér finnst skemmtilegast að taka upp og gefa út. Það er snilld.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup