Helstu rokkarar landsins flytja þjóðhátíðarlag

Dr. Spock í ham
Dr. Spock í ham Árvakur/Eggert

„Þetta varð einkennislag ferðarinnar. Það var alltaf verið að syngja þessar fleygu línur: Lífið er yndislegt, sjáðu. Það var sungið hástöfum í rútunni allar leiðirnar og allar næturnar við mismikinn fögnuð þeirra sem reyndu að sofa,“ segir Magnús Árni Öder, bassaleikari hljómsveitarinnar Benny Crespo's Gang.

Hljómsveit Magnúsar hefur undanfarið verið á tónleikaferðalagi í kringum landið ásamt Dr. Spock og Sign undir yfirskriftinni Rás 2 og Monitor rokka hringinn. Allar sveitirnar koma saman í Kastljósinu í kvöld og flytja lagið Lífið er yndislegt sem Hreimur, Magni og Bergsveinn fluttu í tilefni þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum 2002.

„Það er búið að leggja gríðarlega vinnu í útsetningu á þessum flutningi,“ segir Magnús um flutninginn í Kastljósinu. „Það hafa verið fimm daga stífar æfingar. Partíin í ferðinni fóru til dæmis öll í að æfa lagið.“

Lokahnykkur tónleikaferðarinnar verður í kvöld á Nasa. Dr. Spock, Sign og Benny Crespo's Gang koma fram ásamt hljómsveitinni Jan Mayen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir