Idol-söfnun til góðgerðarmála

American Idol
American Idol Reuters

22 milljónum Bandaríkjadala var safnað í sérstakri útgáfu af söngþættinum American Idol, Idol Gives Back, sem sýndur var í bandarísku sjónvarpi í fyrrakvöld. Fyrirtæki og einstaklingar lögðu sitt af mörkum, létu fé af hendi rakna og tóku mörg þekkt andlit þátt í fjáröfluninni, m.a. leikarinn Brad Pitt, söngvarinn Bono og söngkonan Annie Lennox.

Þátturinn var reyndar tekinn upp sunnudagskvöldið sl. í Los Angeles. Ýmis samtök og félög munu njóta góðs af fjáröfluninni og má þar nefna baráttusamtök gegn útbreiðslu malaríu og samtökin Save The Children. Meðal fyrirtækja sem opnuðu pyngjur sínar voru ExxonMobil, Allstate og Ford. Kynnir þáttarins, Ryan Seacrest, og dómararnir Paula Abdul, Randy Jackson og Simon Cowell gáfu laun sín fyrir þáttinn til góðgerðarmála.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, mun þó hafa stolið nokkuð senunni með því að tilkynna að Bretland myndi greiða fyrir 20 milljón moskítónet sem send verða til Afríku, en kostnaðurinn við það er talinn um 200 milljónir Bandaríkjadala. Fjáröflunin heldur áfram þó svo þættinum sé lokið því hægt er að kaupa upptökur af lagaflutningi í þættinum á iTunes og rennur allur ágóði af þeirri sölu til góðgerðarmála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir