Landslið í gjörningum

Snorri Ásmundsson og Ármann Reynisson
Snorri Ásmundsson og Ármann Reynisson mbl.is/G. Rúnar

„Þetta er það fólk sem hefur hvað mest verið að nota gjörninga, það má segja að þetta sé landsliðið í gjörningum,“ segir Snorri Ásmundsson, einn níu listamanna sem frumflytja gjörninga í Kling og Bang gallerí klukkan 17 í dag.

Snorri segir ekkert sérstakt þema eða grunnhugmynd að baki sýningunni og að listamennirnir séu mjög ólíkir innbyrðis. „Það eru ólíkar kynslóðir þarna og áratuga aldursmunur á þeim elsta og yngsta. Hannes Lárusson er búinn að vinna með þetta form í þrjátíu ár, það má segja að hann sé meistarinn og svo erum við nemendur hans þarna með honum.“ Auxpan, öðru nafni Elvar Már Kjartansson, er 25 ára og sá yngsti í hópnum.

Vinjettu-höfundurinn og lífskúnstnerinn Ármann Reynisson heldur utan um dagskrána. „Hann verður kynnir þarna og gefur gjörningunum einkunnir. Þetta verður samt ekki keppni, það er ekki hægt að keppa í myndlist,“ segir Snorri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir