Danska þingið samþykkti í gær að veita Marie Cavallier, heitkonu Jóakims prins, danskan ríkisborgararétt. Hún var áður franskur ríkisborgari, en kaus að fara sömu leið og prinsessurnar Alexandra Manley og Mary Donaldson, sem fengu ríkisborgararétt áður en þær gengu að eiga Danaprinsa.
Marie og Jóakim munu ganga í hjónaband 24. maí næstkomandi og er undirbúningur í fullum gangi í Amalíuborg.