Söngkonan Courtney Love fékk ekki að fara um borð í flugvél Virgin Airways nýverið þar sem hún kveikti sér í sígarettu í betri stofu flugfélagsins er hún beið eftir flugi til Lundúna ásamt dóttur sinni, Frances Bean.
Segir söngkonan að starfsmenn flugvallarins hafi látið eins og hún væri hryðjuverkamaður og meinað henni að fara um borð í vélina eftir að hún var gripin glóðvolg reykjandi þar sem reykingar eru bannaðar.