Ákveðið hefur verið að stofna minningarsjóð Vilhjálms Vilhjálmssonar og verður hlutverk hans að styrkja söngvara árlega sem þykja skara fram úr ár hvert. Í tilefni af stofnun sjóðsins verða haldnir tónleikar í Laugardalshöllinni föstudaginn 29. ágúst í samstarfi við Concert Hluti af hverjum seldum miða mun renna í minningarsjóðinn.
Stofnendur sjóðsins eru Þóra Guðmundsdóttir, ekkja Vilhjálms, og fjölskylda hennar, Jón Ólafsson athafnamaður, Magnús Kjartansson og Sena. Munu þessir aðilar veita fé í stofnun sjóðsins og mun Þóra Guðmundsdóttir ánafna höfunda- og flytjendalaunum Vilhjálms í sjóðinn.
Þá hefur Sena gert samning við Minningarsjóðinn um öll verk Vilhjálms út veraldartímabilið.
Í dag er fæðingardagur Vilhjálms og hefði hann orðið 63ja ára ef hann hefði lifað.