Skipuleggjendur tískuviku í Ástralíu hafa sett bann við því að ungar fyrirsætur taki þátt í tískusýningum. Fjórtan ára stúlka hafði verið valin til þess að vera andlit tískuvikunnar, en valið olli miklu uppnámi og því var ákveðið að leyfa ekki svo ungar stúlkur í tískusýningum.
Nokkur tískutímarit neituðu að birta myndina af stúlkunni því þeim fannst hún of ung. Ritstjóri Vogue í Ástralíu segir að fjórtán ára stúlkur eigi ekki að sitja fyrir í tímariti fyrir konur þar sem þær eru ekki orðnar fullþroska, og því gefi slíkt röng skilaboð.