Charlton Heston borinn til grafar

Charlton Heston
Charlton Heston AP

Útför leikarans Charlton Heston fór fram í Los Angeles í dag. Um 250 manns voru viðstaddir útförina, þar á meðal ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger, Nancy Reagan og leikstjórinn Oliver Stone.

Heston, sem lék í um 100 kvikmyndum á 60 ára leikferli, lést á heimili sínu í Kaliforníu fyrir viku síðan , 84 ára gamall eftir baráttu við Alzheimer's sjúkdóminn.

Heston er einkum minnst fyrir hetjuleg hlutverk sögulegra persóna á borð við Móses og Ben-Húr. Hann varð frægur árið 1956 þegar leikstjórinn Cecil B. De Mille valdi hann í hlutverk Móse í kvikmyndinni Boðorðin tíu.

Heston þótti vörpulegur í hlutverkum sínum og það kvað einnig að honum þar sem hann barðist fyrir málefnum sem honum voru kær, hvort sem um stjórnmál eða skotvopn var að ræða. Árið 1998 var hann kjörinn forseti samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA.

Heston lék mörg eftirminnileg hlutverk, oft hugrakka menn sem gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Meðal myndanna má nefna Touch of Evil, Ben-Húr, sem Heston hlaut Óskarsverðlaunin fyrir, El Cid, The Planet of the Apes og ýmsa vestra. Síðasta kvikmyndin sem Heston lék í var endurgerð Tim Burtons af Apaplánetunni, árið 2001.

Arnold Schwarzenegger, Nancy Reagan og leikarinn Tom Selleck voru viðstödd …
Arnold Schwarzenegger, Nancy Reagan og leikarinn Tom Selleck voru viðstödd útför Heston AP
Charlton Heston var forseti samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum
Charlton Heston var forseti samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan