Dansar fyrir þjóðhöfðingja

Óperuhúsið í Ósló
Óperuhúsið í Ósló Reuters

Íslenskur ballettdansari, Kári Freyr Björnsson, dansar í kvöld með norska Þjóðarballettinum á galasýningu í nýja óperuhúsinu í Ósló sem verður um leið tekið formlega í notkun. Þjóðhöfðingjar Norðurlandanna verða meðal áhorfenda, þ. á m. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og forsetafrúin Dorrit Moussaieff.

Auk dansverka verða flutt lög úr ýmsum óperum sem og önnur tónlist og allt sýnt í beinni útsendingu í norska ríkissjónvarpinu, NRK.

Óperuhúsið hannaði arkitektastofan Snöhetta og þykir það afar fagurlega hannað og glæsilegt í alla staði og hefur m.a. verið líkt við óperuhúsið í Sydney. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar