Friðrik Ómar hlakkar mikið til Eurovision-keppninnar

Regína Ósk og Friðrik Ómar.
Regína Ósk og Friðrik Ómar. Jón Svavarsson

Það styttist í að Friðrik Ómar söngvari og fylgdarlið hans haldi til Belgrad en á næstu vikum ætla þau Regína Ósk að ferðast vítt og breitt um Evrópu til að kynna sig og lagið This is my life.

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann og Regína Ósk söngkona sigruðu í undankeppni fyrir Eurovision-söngvakeppnina. Hann var reyndar ekki alveg óþekktur, hefur bæði gefið út metsöluplötur og sungið jafnt á tónleikum sem á skemmtistöðum en þjóðin tók vel eftir þessum unga manni á úrslitakvöldinu, sérstaklega þegar hann í hita leiksins og þegar sigurinn var í höfn lét út úr sér óviðeigandi setningu sem mörgum fannst óþarfi.


„Já,“ segir hann og grúfir andlitið í höndum sér. „Ég hefði betur aldrei látið þessi orð falla. Þau voru misskilin. Þegar ég horfði á keppnina á eftir sagði ég við sjálfan mig: Hvernig datt mér í hug að segja þetta? Ég var miður mín á eftir,“ viðurkennir hann.

Friðrik Ómar segist ekkert vera sérstaklega á því að ræða þetta mál en þegar blaðamaður gengur á hann og krefst svara segir hann: „Ég hef aldrei á ævi minni fundið fyrir fordómum vegna þess að ég sé samkynhneigður. Það var mér mjög létt að viðurkenna það á sínum tíma og fordómar voru víðs fjarri. Það var ekki fyrr en ég tók þátt í þessari keppni núna að ég fann rosalega fordóma gagnvart mér og minni samkynhneigð sem komu fram á bloggsíðum á netinu og frá nokkrum gestum í salnum. Sumir þeirra sátu fyrir aftan fjölskyldu mína og vini og það voru ekki falleg orð sem rigndi yfir þau. Ég tók þetta mjög nærri mér og á lokakvöldinu þegar sigurinn var í höfn var bara eins og ég þyrfti að losa mig við eitthvað. Þetta kom að sjálfu sér og ég sé eftir að hafa sagt þetta,“ segir Friðrik Ómar og það er augljóst að hann meinar það.

Þetta beindist þá ekki að keppendum?

„Nei, nei, alls ekki enda var enginn í þeim hópi sem tók þátt í þessu svo ég viti. Ég var í mikilli geðshræringu á þessu augnabliki, hafði engan veginn átt von á því að við myndum vinna. Sigurinn var því vissulega sætur. Eftir keppnina kom þetta þannig út að ég hefði ekki einu sinni þakkað þjóðinni eftir sigurinn en auðvitað gerði ég það ítrekað áður en afbakaði málshátturinn féll sem síðan allt snerist um. Ég er og verð alltaf þakklátur fyrir stuðninginn sem við fengum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar