Bandaríska poppstjarnan Britney Spears lenti í árekstri á Ventura-hraðbrautinni í Los Angeles um helgina. Britney, sem er 26 ára gömul, var undir stýri á Mercedes Benz-bifreið sinni þegar hún keyrði aftan á kyrrstæða Nissan-bifreið sem við það lenti á bifreið þar fyrir framan. Enginn meiðsl urðu á fólki og skemmdir munu hafa orðið minniháttar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Britney lendir í slíku atviki. Í ágúst á síðasta ári klessti hún á aðra bifreið í bílastæði í Los Angeles og árið 2006 sást til hennar þar sem hún var undir stýri með son sinn í fanginu.