Litar Clooney hárið?

Clooney verður 47 ára í næsta mánuði. Hér er hann …
Clooney verður 47 ára í næsta mánuði. Hér er hann með unnustu sinni, Söru Larson, sem er 29 ára. Reuters

George Clooney er farinn að íhuga alvarlega að lita hárið á sér. Hefur hann áhyggjur af því að gráu hárin geri sig aldraðan útlits. „Hárið á mér er of grátt, alltof grátt!“

„Ég verð að íhuga hvort ég eigi að láta lita það. Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér undanfarið. Fyrst ætla ég að lita augabrúnirnar, bara til að sjá hvernig það kemur út. Svo tek ég hárið smám saman,“ sagði Clooney.

En hann segist ekki vera í neinni miðlífskreppu.

„Ég verð 47 ára í maí. En ég er ekki enn kominn í neina miðlífskreppu. Ef út í það er farið, þá er ég 46 ára og þekki ekki marga sem eru 92 ára, þannig að kannski er ég kominn yfir miðja ævina og þar með hættuna á miðlífskreppu.“

„Ég hef alltaf reynt að leggja áherslu á góðu hlutina í lífinu og njóta þeirra, því að það eru svo ótal leiðir til að finna þá slæmu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup