Leikkonan Elizabeth Taylor var flutt nýverið í skyndingu á sjúkrahús eftir að hafa drukkið áfengi ofan í lyf, samkvæmt slúðurtímaritinu National Enquirer.
Kemur fram í tímaritinu að Taylor, sem er 76 ára að aldri, hafi um miðja nótt í síðustu viku kastað upp og átt í öndunarerfiðleikum. Hún var því flutt á sjúkrahús í Los Angeles en fékk að fara heim síðar sama dag. Fréttin hefur ekki fengist staðfest hjá leikkonunni né aðstandendum hennar.
Taylor hefur í tvígang verið lögð inn á Betty Ford meðferðarstofnunina vegna ofnotkunar á lyfjum.