Umdeildur þjálfari maraþondrengs myrtur

Budhia Singh á hlaupum.
Budhia Singh á hlaupum. Reuters

Biranchi Das, umdeildur þjálfari ungs indversks drengs, sem hljóp maraþonhlaup, var skotinn til bana í austurhluta Indlands um helgina, að sögn lögreglu.

Das og Budhia Singh, 4 ára gamall, urðu skyndilega frægir þegar drengurinn reyndi að hlaupa 70 kílómetra langhlaup árið 2006. En Das var á síðara ári ákærður fyrir að pynta drenginn eftir að móðir hans sagðist hafa fundið ör á líkama hans. Das neitaði sök.

Das var skotinn til bana af mönnum, sem óku fram hjá honum á mótorhjólum. Lögregla segir að ólíklegt að drengurinn hafi komið þar við sögu heldur hafi Das blandast í átök glæpaflokka.

Málið gegn Das hafði ekki komið til dómstóla. Das sagðist hafa bjargað drengnum úr fátækrahverfi þar sem móðir hans hafi verið að því komin að selja hann til annars þorpsbúa fyrir jafnvirði 1100 króna.

Das hefur áður verið sakaður um að misþyrma drengnum. Meðan á 70 km hlaupinu stóð stöðvuðu læknar drenginn eftir 65 km þegar hann var orðinn aðframkominn. Síðar kom í ljós að drengurinn var vannærður, blóðlaus og með háan blóðþrýsting.

Singh, sem nú er orðinn 6 ára, sagði grátandi við blaðamenn eftir að frettir bárust af láti þjálfarans, að Das hefði verið honum eins og faðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup