Kiefer með nýja kærustu

AP

Íslandsvinurinn Kiefer Sutherland er kominn með nýja kærustu, og segja vinir hans að hann hafi haft verulega gott af því að dúsa í fangelsi.

Sú heppna heitir Siobhan Bonnouvrier og er 36 ára tískuritstjóri tímaritsins Allure. Kiefer er 41 árs.

Vinir þeirra segja að sambandið sé gott og allt stefni í að það verði alvarlegt.

„Fangelsisvistin er eitthvað það besta sem komið hefur fyrir Kiefer. Hann varð hræddur og tók sig saman í andlitinu. Kiefer er loksins að fullorðnast - og breytingin er að nokkru leyti Siobhan að þakka ... hún hefur gjörbreytt honum á örfáum vikum. Hún lætur hvorki frægð hans né alræmda fortíð hafa hin minnstu áhrif á sig.“

Kiefer sat í fangelsi í 48 daga í kringum jól og áramót eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakstur í september, þegar hann var á skilorði vegna annars ölvunarakstursdóms frá 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar