Ákærð fyrir að hrella Caruso

David Caruso.
David Caruso. Reuters

Austurrísk kona er nú fyrir rétti í Innsbruck ákærð fyrir að hrella bandaríska leikarann David Caruso, sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum „CSI: Miami.“ Er hún m.a. sögð hafa hótað honum lífláti.

Saksóknari heldur því fram, að konan hafi sent rúmlega eitt hundrað bréf til Carusos og elt hann á röndum til að fá eiginhandaráritun. Eftir að hann hafi neitað konunni um áritun hafi hún hótað að drepa hann.

Konan er 41 árs, frá Týról. Hún var handtekin eftir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar og austurrísku lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson