Brigitte Bardot kærð fyrir kynþáttahatur

Brigitte Bardot.
Brigitte Bardot. Reuters

Franska kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot kom fyrir rétt í gær í París vegna ákæru fyrir að ýta undir kynþáttahatur með ummælum um íslamstrú og fylgjendur hennar. Saksóknarar kröfðust þess að Bardot yrði dæmd í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 15 þúsund evrur í sekt, jafnvirði 1,8 milljóna króna.

Bardot, sem er 73 ára, hætti að leika í kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar og hefur síðan beitt sér mjög í dýraverndarmálum. En hún hefur einnig valdið deilum með ýmsum ummælum um múslima og innflytjendur frá múslimaríkjum. Hún hefur fjórum sinnum sætt opinberri ákæru vegna slíkra ummæla á síðasta áratug og verið dæmd til að greiða sektir á bilinu frá 1500 til  5000 evra. 

Anne de Fontette, saksóknari, sagði við réttarhaldið í gær, að hún krefðist harðari refsingar í þetta skipti og bætti við: „Ég er orðin heldur leið á að ákæra frú Bardot."

Kvikmyndaleikkonan var ekki viðstödd réttarhaldið og sagðist vera of veikburða til þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir