Cynthia Nixon er með brjóstakrabbamein og hefur barist við það í leynd, þar til nú. Leikkonan greindist með meinið árið 2006 og vildi hún halda því leyndu fyrir almenningi.
„Ég hélt þessu leyndu af því að ég vildi ekki fá ljósmyndara á sjúkrahúsið,“ sagði Nixon í sjónvarpsþættinum Good Morning America. Góðu fréttirnar eru þær að krabbameinið greindist snemma og fljótlega var hægt að heyja baráttuna. Móðir Nixon greindist með brjóstakrabbamein og náði að sigrast á því og lifir góðu lífi í dag.
„Ég fer í aðgerð fljótlega og það á að fjarlægja meinið. Eftir það tekur við rúmlega 6 vikna geislameðferð. Mamma mín gekk einnig í gegnum þetta og ég á eftir að ná mér alveg,“ sagði leikkonan.