„Mér er skítsama um peningana“

Arnar Már Friðriksson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Arnar Már Friðriksson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

„Ég er löngu farinn að líta á Eyþór sem vin í stað keppinautar. Annaðhvort er Bubbi að leita að mér eða honum,“ segir Arnar Már Friðriksson, keppandi í Bandinu hans Bubba.

Arnar og Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngja til úrslita í Bandinu hans Bubba á Stöð 2 á föstudagskvöld. Þeir skiptu með sér fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra, en þá sigraði Eyþór. Arnar vonar að sætaskipan verði öfug í ár þótt milljónirnar þrjár, sem eru í fyrstu verðlaun, skipti hann litlu. „Mér er skítsama um peningana,“ segir hann. „En auðvitað vil ég vinna! Annars væri ég ekki í þessu. Ég lít samt svo á að enginn tapi. Við erum báðir sigurvegarar.“

Brengluð tilviljun

Arnari finnst það skemmtileg tilviljun að mæta Eyþóri á ný og skipta með honum fyrstu sætunum tveimur. „Það er brenglað. Mjög töff. Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Eyþór er flytjandi sem ég lít mjög mikið upp til,“ segir hann.

Aðdáun Arnars á Eyþóri virðist vera gagnkvæm, en Eyþór segist bera mikla virðingu fyrir Arnari. „Arnar er klárlega stórkostlegasti söngvari sem ég hef heyrt í lengi. Það er gríðarleg orka í þessum manni,“ segir hann.

Ekki sigurviss

Eyþór er ekki sigurviss og telur að Arnar muni veita harða keppni á föstudagskvöld. „Ég held að það sé komið að því að hann nái fram hefndum,“ segir Eyþór. „En að sjálfsögðu berst ég fyrir mínu.“

Verðlaunaféð keyrir Eyþór ekki áfram frekar en Arnar og aðspurður hvort peningarnir herði keppnina segir Eyþór ekki svo vera. „Það er engin græðgi hérna megin,“ segir hann.

Í hnotskurn
Níu keppendur kepptu til úrslita sem hófust 29. febrúar. Í verðlaun eru þrjár milljónir króna, plötusamningur og staða í Bandinu hans Bubba. Gestadómari á föstudag verður bárujárnsrokkarinn Eiríkur Hauksson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir