„Mér er skítsama um peningana“

Arnar Már Friðriksson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Arnar Már Friðriksson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.

„Ég er löngu farinn að líta á Eyþór sem vin í stað keppinautar. Annaðhvort er Bubbi að leita að mér eða honum,“ segir Arnar Már Friðriksson, keppandi í Bandinu hans Bubba.

Arnar og Eyþór Ingi Gunnlaugsson syngja til úrslita í Bandinu hans Bubba á Stöð 2 á föstudagskvöld. Þeir skiptu með sér fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra, en þá sigraði Eyþór. Arnar vonar að sætaskipan verði öfug í ár þótt milljónirnar þrjár, sem eru í fyrstu verðlaun, skipti hann litlu. „Mér er skítsama um peningana,“ segir hann. „En auðvitað vil ég vinna! Annars væri ég ekki í þessu. Ég lít samt svo á að enginn tapi. Við erum báðir sigurvegarar.“

Brengluð tilviljun

Aðdáun Arnars á Eyþóri virðist vera gagnkvæm, en Eyþór segist bera mikla virðingu fyrir Arnari. „Arnar er klárlega stórkostlegasti söngvari sem ég hef heyrt í lengi. Það er gríðarleg orka í þessum manni,“ segir hann.

Ekki sigurviss

Verðlaunaféð keyrir Eyþór ekki áfram frekar en Arnar og aðspurður hvort peningarnir herði keppnina segir Eyþór ekki svo vera. „Það er engin græðgi hérna megin,“ segir hann.

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir