París fékk 10 milljónir fyrir að mæta í partí

París í þýska sjónvarpsþættinum Wetten Dass ... í síðasta mánuði.
París í þýska sjónvarpsþættinum Wetten Dass ... í síðasta mánuði. Reuters

París Hilton fékk greitt sem svarar tíu milljónum króna fyrir að mæta í samkvæmi á næturklúbbi í London í fyrrinótt, þar sem hún staldraði við í tæplega tvo tíma.

París kom á klúbbinn Mahiki í Mayfair ásamt kærastanum sínum, rokkaranum Benji Madden, klukkan rúmlega eitt um nóttina, en í samkvæmið var boðið í hennar nafni og lofað „Mahiki Madness.“

Tekið var á móti Parísi með viðhafnarútgáfu af frægum kampavínskokteil staðarins, sem kostar lítil eitt hundrað pund.

Áður en París og Benji yfirgáfu staðinn um þrjúleytið tók hún nokkur dansspor við sinn eigin flutning á laginu Stars are Blind.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir