Rúnar Freyr: Slær í gegn með norskum slagara

Rúnar Freyr Rúnarsson.
Rúnar Freyr Rúnarsson.

Akureyringurinn Rúnar Freyr Rúnarsson gaf út sína fyrstu plötu nýverið, Rúnar Eff, og hefur tökulagið Take on me, sem A-ha gerði frægt á sínum tíma, hljómað í viðtækjum víða, þar á meðal í Noregi.

Morten safnar stefgjöldum

Platan var þó ekki alveg plönuð. „Upphaflega ætlaði ég nú bara að taka upp eitt lag og leggja nokkuð í það. Síðan hvatti félagi minn mig áfram og sagði að ég ætti nóg efni fyrir heila plötu, þannig að ég tók hann á orðinu. Það vildi líka þannig til að ég átti eitthvað af peningum aflögu, en það er nú liðin tíð,“ segir Rúnar sem fluttist til Danmerkur með konu sinni og barni fyrir fjórum árum.

„Ég fór til að læra margmiðlunarhönnun og spila íshokkí, en nú hef ég sagt skilið við hokkíið í bili. Ég hef einnig verið í söngnámi, auk þess sem ég kenni söng sjálfur.

Persónuleg plata

„Ég hef fengið fína spilun í Noregi og er nú að semja um að selja hana þarna. Þá er í burðarliðnum tónleikaferðalag um Ísland, Noreg og Þýskaland, en það kemur allt betur í ljós síðar.“

Heimasíða Rúnars er:

www.runar.is.

Í hnotskurn
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar