Týnda dóttirin snýr heim

Björk á tónleikum.
Björk á tónleikum. AP

Björk Guðmunds­dótt­ir hóf á föstu­dag­inn tón­leika­ferðalag sitt um Bret­land þar sem hún spil­ar á alls tíu tón­leik­um. Tvenn­ir þeirra eru að baki og hafa bresk­ir fjöl­miðlamenn keppst við að hlaða á hana lofi fyr­ir frammistöðuna.

„Hún er stjarna í orðsins fyllstu merk­ingu, ófyr­ir­sjá­an­leg, dul­ar­full og dá­leiddi áhorf­end­ur gjör­sam­lega,“ sagði gagn­rýn­andi Manchester Even­ing News eft­ir tón­leika Bjark­ar þar á föstu­dags­kvöldið. „Það eru fjög­ur ár síðan hún túraði síðast um Bret­land og það var tekið á móti henni í Manchester eins og týndri dótt­ur.“

Björk hef­ur eins og kunn­ugt er vakið at­hygli á tón­leika­ferðalagi sínu fyr­ir að hvetja Græn­lend­inga, Fær­ey­inga og nú síðast Tíbeta til þess að lýsa yfir sjálf­stæði. Það mátti greina nokk­ur von­brigði hjá gagn­rýn­anda This is London vegna þess að hún hvatti ekki íbúa Hammersmith-hverf­is­ins til þess að lýsa yfir sjálf­stæði og lyfta fána á tón­leik­un­um þar í fyrra­kvöld. „Lít­il þjóð sem stærsta popp­stjarna Íslands drottn­ar yfir virðist mjög freist­andi hug­mynd,“ sagði hann.

Hann varð þó ekki fyr­ir nein­um von­brigðum með tón­leik­ana sjálfa og sagði að þó að hann hefði alltaf haft það á til­finn­ing­unni að Björk væri ekki al­veg af þess­um heimi, þá hefði hún end­an­lega staðfest það þarna að hún væri göldr­ótt.

Árni Matth­ías­son blaðamaður Morg­un­blaðsins var meðal áheyr­enda í Hammersmith og var ekki síður hrif­inn af tón­leik­un­um. „Það seld­ist upp á auga­bragði og mik­il stemn­ing í kring­um þá. Þetta voru al­veg ofboðslega vel heppnaðir tón­leik­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þótt best sé jafnan að hafa öryggið í fyrirrúmi, koma þeir tímar, að menn verða stundum að hrökkva eða stökkva fyrirvaralítið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir