40 manns vilja vera tölvurokkstjörnur

„Þetta eru um fjörutíu manns sem eru búnir að skrá sig,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, þáttastjórnandi GameTíví, aðspurður um viðtökurnar sem fyrirhuguð Guitar Hero-keppni þáttarins hefur fengið. Ólafur reiknar með að þátttakendum eigi eftir að fjölga eitthvað á næstu dögum en þátttökufrestur rennur út á miðnætti á föstudag.

Dómnefnd GameTíví mun að þátttökufrestinum liðnum velja hæfileikaríkustu leikmennina og láta þá keppa sín á milli með formlegum hætti. Verðlaunin fyrir sigurvegarann eru ekki af verri endanum, 100.000 krónur og áritaður gítar.

Ólafur bætir því við að vinningsfjárhæðin sé sambærileg þeim launum sem góðir gítarleikarar á Íslandi geta búist við. „Þetta er meira en meðalgítarleikari fær fyrir giggið hér á Íslandi.“

Einstæðir hæfileikar

Hæfileikar þátttakenda eru samkvæmt Ólafi í hæsta gæðaflokki en hann segir þó, að umsóknirnar séu misgóðar.

„Menn eru misframbærilegir. Menn eru allt frá því að vera á fyrstu stigum yfir í það að spila lagið, snúandi baki í sjónvarpstækið, á erfiðasta erfiðleikastigi. Það er mjög sérstakt.“

Hann lofar þó mikilli flugeldasýningu á lokakeppninni en enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sú keppni fer fram. „Miðað við gæði þeirra keppenda sem þegar eru komnir inn verður virkilega áhugavert að fylgjast með þegar lokakeppnin fer fram.“

viggo@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir