Gráti nær yfir Potter

J.K. Rowling með eina af bókum sínum um Harry Potter
J.K. Rowling með eina af bókum sínum um Harry Potter Reuters

Réttarhöld fara þessa dagana fram vegna meints brots á höfundarrétti J.K. Rowling á bókunum um Harry Potter. Málið höfðaði Rowling gegn útgefanda alfræði- rits um Potter, Harry Potter Lexicon, og fara réttarhöldin fram í New York.

Vitni í málinu virðast eiga erfitt með að halda aftur af tárunum, ekki síst Rowling sem sagði fyrir rétti að hún vildi alls ekki gráta, hún væri nú einu sinni bresk. Henni fyndist sem verkum sínum hefði verið stolið af höfundi ritsins, Steve Vander Ark. Ark var einnig með grátstafina í kverkunum í gær og sagði málaferlin hafa tekið verulega á enda hefur hann mátt þola harða gagnrýni og þá ekki síst frá Rowling. Málið er þó ekki höfðað gegn honum heldur útgáfufyrirtækinu RDR Books.

Rowling fer fram á að varanlegt lögbann verði sett á alfræðiritið og segir stóra hluta Potter-bókanna afritaða án þess að nokkru sé við bætt í túlkun eða öðru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar