Tónlistarmyndband, sem virðist hafa verið búið til á söludeild bandaríska hugbúnaðarframleiðandans Microsoft, gengur nú um netið og þykir eitt það hallærislegasta sem sést hefur. Í myndskeiðinu syngur rokksöngvari, sem greinilega á að minna á Bruce Springsteen, texta sem virðist saminn upp úr óyfirfarinni fréttatilkynningu um stýrikerfið Windows Vista.
Afar skiptar skoðanir eru um hvort myndbandið sé í raun ættað frá Redmund í Seattle eða hvort einhverjir húmoristar hafi ákveðið að gera stólpagrín að Microsoft.