Er ekki kærasta Ivica Kostelic!

Margrét Elín Arnarsdóttir er ung og einhleyp stúlka með fæturna á jörðinni, þó svo hún starfi sem flugfreyja. Í Króatíu er hún þó ranglega talin vera kærasta Ivica Kostelic, fyrrverandi heimsmeistara í alpagreinum. „Þetta er allt hið skondnasta mál. Undanfarin tvö ár hefur króatíska pressan farið mannavillt, því í hvert skipti sem sagðar eru fréttir af Kostelic og kærustunni hans er birt mynd af mér,“ segir Margrét Elín og hlær að öllu saman.

Staðreyndin er sú að Kostelic á íslenska kærustu sem kallar sig Elínu Margréti Arnarsdóttur sem er ekki ólík Margréti Elínu í útliti; aðlaðandi og ljóshærð.

„Pressan virðist ekki eiga neina mynd af Elínu, því hún notast enn við myndir af mér. Fyrst fannst mér þetta mjög fyndið, en nú fer þetta að verða gott. Kostelic er hundeltur af paparössum þarna úti og er parið eins konar Brangelinu og Beckham-hjón þeirra Króata. Sjálf er ég með hundruð skilaboða á myspace-síðunni minni frá króatískum aðdáendum, sem ég kemst ekki einu sinni yfir að lesa,“ segir Margrét sem situr nú sveitt við próflestur, en hún er að læra til einkaflugmanns.

„Vinir mínir mana mig stöðugt til að fara út, því þá fengi ég konunglegar viðtökur og VIP-þjónustu. Ég veit samt ekki hvort ég er tilbúin fyrir þessa athygli og skil vel af hverju Elín hefur ekkert verið að leiðrétta þetta. Sjálf hef ég nú ekki gert það því þetta var lítið að trufla mig, þangað til núna,“ segir Margrét, en tengslasíðan 69.is birti í gær grein af króatískum vefmiðli þar sem mynd af Margréti prýðir forsíðuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar