Hljómborðsleikari The E Street Band látinn

The E-Street Band á tónleikum 2. október 2007. Stuttu fyrir …
The E-Street Band á tónleikum 2. október 2007. Stuttu fyrir áramót yfirgaf Danny Federici hljómsveitina vegna veikinda. Reuters.

Hljómborðsleikarinn Danny Federici, sem lék áratugum saman með Bruce Springsteen og hljómsveit hans The E Street Band, er látinn 58 ára að aldri. Hann lést af völdum sortuæxlis.

Andlát Federici var tilkynnt á heimasíðu Springsteen sl. fimmtudag og frestaði rokkarinn tvennum tónleikum í Flórída í kjölfarið. „Ég og Danny unnum saman í 40 ár. Hann var frábær tónlistarmaður. Mér þótti afar vænt um hann…við ólumst upp saman,“ greinir Springsteen frá. 

Federici hafði verið veikur í þrjú ár og lék hann síðast með Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, 20 mars sl. á tónleikum í Indianapolis þar sem þeir fluttu lagið  „4th of July, Asbury Park (Sandy).“

Federici fæddist í New Jersey og byrjaði snemma að leika á harmóníku. Hann kom gjarnan fram í veislum og spilaði svo í klúbbum. Hann gekk til liðs við Springsteen undir lok 7. áratugarins þegar rokkarinn var enn óþekktur. Federici þótti koma með ferskan hljóm sem síðar varð órjúfanlegur hluti af tónlist E Street hljómsveitarinnar, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir