Aldrei fleiri viljað verða meistarar

mbl.is/Skapti

Þrekmeistarinn, árlegt mót í hreysti á Akureyri, fór fram í Íþróttahöllinni í gær. Alls voru 183 keppendur skráðir til leiks víðs vegar að af landinu og hafa aldrei verið fleiri. Það var vel tekið á því í gærmorgun þegar Morgunblaðið kom við í Höllinni, en þá stóð yfir keppni í opnum flokki kvenna.

Í keppninni reynir mjög á þol og styrk en hver keppandi spreytir sig í nokkrum greinum, þar sem keppt er við klukkuna. Byrjað er á þrekhjóli, þaðan farið í róðrarvél, næst í röðinni er niðurtog, þá fótalyftur, armbeygjur, síðan stigið upp og niður af kassa með lóð í hönd, uppsetur, axlalyfta – konan á myndinni er einmitt í þeirri grein – þá er farið á hlaupabretti og síðasta greinin er bekkpressa.

Í kjölfar opins flokks kvenna fylgdi keppni í opnum flokki karla og eftir hádegið var á dagskrá liðakeppni bæði karla og kvenna. Keppt er í fimm manna liðum og alls voru skráð sjö karlalið og 19 kvennalið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach