Breskar sjónvarpsstjörnur verða hylltar í kvöld þegar Bafta sjónvarpsverðlaunin verða afhent í Lundúnum í kvöld.
Smáþáttaröðin Cranford er með flestar tilnefningar, eða fjórar talsins. Þar á meðal er Judi Dench tilnefnd sem besta leikkonan og meðleikkona hennar, Eileen Atkins, einnig.
Kynnir kvöldsins er leikarinn Graham Norton og fer verðlaunaafhendingin fram á The London Palladium. „Þetta verður frábært kvöld. Hingað koma allir í kvöld, mannfjöldinn og stjörnurnar,“ sagði Norton, að því er fram kemur á fréttavef BBC.