Downey hættur á flótta

Robert Downey Jr. ásamt Keanu Reeves.
Robert Downey Jr. ásamt Keanu Reeves. AP

Kvikmyndaleikarinn Robert Downey Jr. sem um árabil var einna þekktastur fyrir fíkniefnaneyslu sína og fangelsisvist, segir það einfaldlega hafa runnið upp fyrir sér fyrir fimm til sex árum að kominn væri tími til að taka lífið föstum tökum og snúa aftur til raunveruleikans eftir áratuga raunveruleikaflótta.

Downey Jr. leikur teiknimyndahetjuna Iron Man í nýjustu mynd sinni, sem einnig skartar leikkonunni Gwyneth Paltrow, en myndin verður frumsýnd 2. maí. „Ég sóttist eftir að verða Iron Man vegna þess að Keanu Reeves fékk  The Matrix og Johnny Depp sjóræningjana,” segir hann í viðtali við tímaritið Parade Magazine.

„Ég hef í gegn um tíðina horft á plaköt þessara mynda með syni mínum og hugsað með sjálfum mér: Skrambinn þetta hefði ég getað gert.” Þá segist hann hafa fengið nóg af því að leggja sig allan fram við leik í kvikmyndum sem höfði til fárra áhorfenda.  

Downey Jr. var á sínum tíma í sambúð með leikkonunni Sarah Jessica Parker sem hann hitti fyrst er þau léku saman í myndinni Firstborn árið 1984. „Ég elskaði Sarah Jessica en ástin var ekki nóg. Það átti fyrir mér að liggja að halda mína braut og eftir nokkrar árstarsorgir lá eignnig fyrir henni að finna sér stað í tilverunni með stórkostlegri stjörnu,” segir hann og vísar þar Matthew Broderick, eiginmanns Parker. „Hann er mun hæfileikaríkari og jarðbundnari en ég hef nokkru sinni verið og þau eiga dásamlegan son," segir hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar