Potter of flókinn

J.K. Rowling.
J.K. Rowling. Reuters

Robert Patterson, dómari í máli höfundar Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling, gegn útgáfufyrirtæki alfræðirits um Potter, Harry Potter Lexicon, lét þau ummæli falla í dómsal í vikunni að hann ætti erfitt með að halda þræði í sögum Rowling af galdrastráknum.

Hann hefði lesið helming fyrstu bókarinnar um Potter fyrir barnabörn sín og þótt hún ruglingsleg, nöfn persóna skrítin og mikið af bulli í textanum. Því væri ef til vill nauðsynlegt að hafa alfræði- eða uppflettirit um Potter við höndina.

„Mér fannst hún afar flókin,“ sagði dómarinn, hann hefði ekki getað lagt á minnið nöfn persóna eða hugtaka í bókinni.

Rowling vill að lögbann verði sett á alfræðiritið því það brjóti á höfundarrétti hennar. Höfundur ritsins, Steven Vander Ark, brotnaði saman fyrir rétti fyrr í vikunni og sagðist hafa haft gott eitt í huga við gerð bókarinnar. Rowling hefur lagt það til að Ark endurskrifi bókina og þá án þess að afrita texta úr bókum hennar um Potter. Hún sé alls ekki á móti bókinni sem slíkri, aðeins vinnubrögðum Ark.

Dómarinn leggur til að Rowling, Ark og bókaforlagið leysi málin í næði og utan dómstóla. Annað gæti kostað áralöng málaferli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir