Potter of flókinn

J.K. Rowling.
J.K. Rowling. Reuters

Robert Patterson, dómari í máli höfundar Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling, gegn útgáfufyrirtæki alfræðirits um Potter, Harry Potter Lexicon, lét þau ummæli falla í dómsal í vikunni að hann ætti erfitt með að halda þræði í sögum Rowling af galdrastráknum.

Hann hefði lesið helming fyrstu bókarinnar um Potter fyrir barnabörn sín og þótt hún ruglingsleg, nöfn persóna skrítin og mikið af bulli í textanum. Því væri ef til vill nauðsynlegt að hafa alfræði- eða uppflettirit um Potter við höndina.

„Mér fannst hún afar flókin,“ sagði dómarinn, hann hefði ekki getað lagt á minnið nöfn persóna eða hugtaka í bókinni.

Rowling vill að lögbann verði sett á alfræðiritið því það brjóti á höfundarrétti hennar. Höfundur ritsins, Steven Vander Ark, brotnaði saman fyrir rétti fyrr í vikunni og sagðist hafa haft gott eitt í huga við gerð bókarinnar. Rowling hefur lagt það til að Ark endurskrifi bókina og þá án þess að afrita texta úr bókum hennar um Potter. Hún sé alls ekki á móti bókinni sem slíkri, aðeins vinnubrögðum Ark.

Dómarinn leggur til að Rowling, Ark og bókaforlagið leysi málin í næði og utan dómstóla. Annað gæti kostað áralöng málaferli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup