Prinsinn lenti í garði kærustunnar

Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton.
Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton. AP

Breska varnarmálaráðuneytið  hefur varið þá ákvörðun breska hersins að leyfa Vilhjálmi prinsi að lenda RAF herþyrlu í garði kærustu sinnar Kate Middleton þann 3. apríl. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að um hafi verið að ræða venjubundna æfingu þar sem lending í takmörkuðu rými hafi verið æfð. „Herþyrluáhafnir æfa reglulega lendingar utan skilgreindra lendingarsvæða, bæði á víðavangi og í afmörkuðum rýmum. Það er mikilvægur hluti þjálfunarinnar,” segir í yfirlýsingunni.

Þá segir að áður en slíkar lendinga fari fram tryggi herinn ávalt leyfi landeigenda fyrir þeim. „Það eru einungis tveir reglulegir lendingarstaðir í Hampshire og því eru tækifæri til lendinga annars staðar oft nýtt.”

Þyrlan mun hafa staðið í garðinum í um tuttugu mínútur og fór enginn úr henni þar eða inn í hans.Áður hefur verið greint frá því að Vilhjálmur hafi notað RAF Chinook þyrlu hersins til að komast í partí á eyjunni Wight. Þá sagði herinn að um æfingu í að fljúga yfir vatn hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar