Izzard vill gerast stjórnmálamaður

Eddie Izzard.
Eddie Izzard. mbl.is

Breska grínastann Eddie Izzard langar til að hætta í Hollywood og gerast stjórnmálamaður. Izzard, sem þekktur er fyrir að klæða sig í kvenmannsföt á uppistöndum sínum, hefur löngun til að taka þátt í evrópskri pólitík og bjarga heiminum frá glötun.

 „Við verðum að láta hlutina ganga upp í Evrópu. Fólk hefur áhyggjur af því að þjóðirnar missi fullveldi sitt. Ef Evrópusambandið stendur sig ekki þá erum við í vondum málum,“ sagði Izzard.   

Á næstunni fer Izzard um Bandaríkin þar sem hann heldur áfram með „Stripped“ uppistandið sitt, sem hann ætlar að tóna aðeins niður. „Ég var í aðeins of háum hælum á síðustu ferðalögum mínum. Nú verð ég aðeins karlmannlegri. Ég mun nota smá augnmálningu en samt verður hún minni en Keith Richards notar,“ sagði Izzard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir