Izzard vill gerast stjórnmálamaður

Eddie Izzard.
Eddie Izzard. mbl.is

Breska grín­ast­ann Eddie Izz­ard lang­ar til að hætta í Hollywood og ger­ast stjórn­mála­maður. Izz­ard, sem þekkt­ur er fyr­ir að klæða sig í kven­manns­föt á uppistönd­um sín­um, hef­ur löng­un til að taka þátt í evr­ópskri póli­tík og bjarga heim­in­um frá glöt­un.

 „Við verðum að láta hlut­ina ganga upp í Evr­ópu. Fólk hef­ur áhyggj­ur af því að þjóðirn­ar missi full­veldi sitt. Ef Evr­ópu­sam­bandið stend­ur sig ekki þá erum við í vond­um mál­um,“ sagði Izz­ard.   

Á næst­unni fer Izz­ard um Banda­rík­in þar sem hann held­ur áfram með „Stripp­ed“ uppist­andið sitt, sem hann ætl­ar að tóna aðeins niður. „Ég var í aðeins of háum hæl­um á síðustu ferðalög­um mín­um. Nú verð ég aðeins karl­mann­legri. Ég mun nota smá augn­máln­ingu en samt verður hún minni en Keith Rich­ards not­ar,“ sagði Izz­ard.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þér er ekki að skapi að aðrir séu að ráðskast með þig. Með því að einbeita þér að því ánægjulega máist það sem miður hefur farið úr minningunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell