Aliza Shvarts, myndlistarnemi við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, segist hafa logið því að hafa orðið margsinnis ólétt og valdið fósturláti í þágu listarinnar. Lygarnar sjálfar voru – og eru – listaverk.
Forsaga málsins er sú að Shvarts sagði það listgjörning að hafa frjóvgað sig margoft og valdið sér jafnoft fósturláti með því að innbyrða ákveðin efni, á níu mánaða tímabili. Var hún að vonum harðlega gagnrýnd fyrir þennan gjörning. New York Times segir nú frá því að hún hafi logið þessu öllu. Shvarts sagðist hafa tekið upp á myndband fósturlátin og ætlaði að sýna það ásamt eigin blóði á nemendasýningu nú í vikunni. Stjórn skólans greindi frá hinu rétta í tilkynningu og sagði að ef satt hefði reynst hefði það verið brot á siðareglum skólans.