Uppnám vegna nýrra upplýsinga um Kampusch

Natascha Kampusch.
Natascha Kampusch.

Talsvert uppnám hefur orðið í Austurríki eftir að þarlent fríblað hóf að birta fréttir upp úr málsgögnum, sem tengjast Natöschu Kampusch, stúlkunni sem haldið var fanginni í rúm átta ár. Gögnin benda til þess, að Kampusch hafi haft mök við manninn, sem rændi henni og hafi hugsanlega alið honum barn.

Kampusch var rænt árið 1998 þegar hún var 10 ára. Henni var síðan haldið í rúm átta ár í kjallara húss nálægt Vínarborg en tókst að sleppa frá mannræningjanum, Wolfgang Priklopil, árið 2006. Í kjölfarið framdi Prikopil sjálfsmorð með því að fleygja sér fyrir lest.

Rannsókn stendur nú yfir á því hver lak gögnunum til blaðsins Heute, sem birti fréttirnar. Þar kemur m.a. fram að Kampusch hafi verið spurð hvort hún hafi haft samræði við Prikopil. Hún hafi svarað játandi. Einnig kemur fram, að  Kampusch hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmir að þessi gögn, sem hún hefði talið verið trúnaðarmál, hafi komist í hendur fjölmiðla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir