Elvis heimsótti Bretland

Konungur rokksins heimsótti Bretland árið 1958.
Konungur rokksins heimsótti Bretland árið 1958. mbl.is

Lengi vel var talið að konungur rokksins Elvis Presley hefði aldrei heimsótt Bretland nema í fáeinar klukkustundir þegar vél hans millilenti í Skotlandi en annað hefur komið í ljós. Leikhúsframleiðandinn Bill Kenwright sagði í útvarpsviðtali að Elvis hefði farið í skoðunarferð til London ásamt söngvaranum Tommy Steele árið 1958.
Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Þessi skoðunarferð hefur ávallt verið vel geymt leyndarmál og segist Kenwright hafa óvart misst þetta út úr sér. Tommy Steele var háttvísin uppmáluð þegar hann var beðinn um staðfestingu á skoðunarferðinni. „Það sem átti sér stað fyrir mörgum árum síðan er leyndarmál og mjög minnisstætt,“ sagði hann við í samtali við Daily Mail. Steele ætlaði sér aldrei að ræða um málið og þykir miður að það hafi komist upp. „Ég vona að Presley geti fyrirgefið mér.“

Í eina skiptið sem vitað var að Elvis hafi komið til Bretlands var þegar vél hans millilenti í Prestwick í Skotlandi. Það var stutt stopp og myndir sýna að þá var hann í fylgd með kærustu sinni Priscillu, sem seinna varð eiginkona hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir