Vilja fá borgað í dilkum

Morðingjarnir vilja fá borgað í alvöru fé.
Morðingjarnir vilja fá borgað í alvöru fé. mbl.is/RAX

Hljómsveitin Morðingjarnir segist ekki lengur treysta íslensku krónunni og vilji því fá borgað fyrir tónleika og önnur viðvik í alvöru fé, það er að segja dilkum.

„Við treystum þessum peningakörlum ekki lengur, viljum bara fá borgað í einhverju sem gagnast okkur," er haft eftir Hauki Alfreðssyni, söngvara Morðingjanna, í tilkynningu.

„Ef allt fer til andsk.... eins og allir eru að tala um, stöndum við með pálmann í höndunum ef við reiðum okkur á fé út árið. Þá munum við alla vega hafa úr nógu að bíta og brenna," bætir hann við.

Baldvin Esra, framkvæmdastjóri Kimi records, útgefanda Morðingjanna, segir þessar óskir frekar óvenjulegar en ekki óeðlilegar.

„Ég er á leið inn fjörð að skoða fé, ætla að draga einn dilk með mér suður á föstudag í hádegisfluginu," segir hann í tilkynningunni.

Þar kemur fram, að uppgjör fyrstu greiðslu með þessum óvenjulega greiðsluhætti fari einmitt fram á útgáfutónleikum Morðingjanna á föstudagskvöldið í Iðnó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir