Lohan missir stjórn á skapi sínu

Lindsay Lohan.
Lindsay Lohan. AP

Fregnir herma að Lindsay Lohan hafi húðskammað Ashley Olsen, sem vogaði sér að tala við vinkonu Lohan á skemmtistað í New York um daginn.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum gengur sú saga nú fjöllum hærra að Lohan sé dottin í það.

Heimildamaður tjáði dagblaðinu New York Post að vinkona Lohan, Samantha Ronson, hafi vakið mikla athygli sem plötusnúður og það hafi Lohan ekki líkað.

Þegar svo Ashley kastaði kveðju á Ronson á skemmtistaðnum virtist Lohan nóg boðið og jós Ashley svívirðingum og rak hana burtu frá vinkonu sinni.

Skapstjórn Lohans var lítið skárri strax næsta kvöld, þegar hún lenti í hávaðarifrildi við Ronson og sakaði hana um að sýna sér ekki næga athygli.

Fregnir herma að Lohan hafi reyndar breytt nafni sínu á Facebook í Lindsay Ronson, og er Lohan var í meðferð í fyrra mun hún hafa skrifað Ronson ástarbréf og sagst vilja giftast henni og eignast börn með henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar