Aðstandendur kráarinnar English Pub í Austurstrætinu hafa ákveðið að sýna stuðning sinn við málstað vörubílstjóra í verki, og ætla þeir því að bjóða bjór á sama verði og bensín frá kl. 17 til 19 í kvöld.
Algengt verð á einum lítra af bjór á öldurhúsum borgarinnar er í kringum 1.400 krónur og því ljóst að um nokkra búbót verður að ræða fyrir bjórþyrsta borgarbúa.
Að sögn Arnars Þórs Gíslasonar, framkvæmdastjóra staðarins hafa vörubílstjórar boðað komu sína. Nú er bara spurning hvort þeir finni einhver bílastæði í Austurstrætinu...