„Imagine“ notað í leyfisleysi

John Lennon og Yoko Ono.
John Lennon og Yoko Ono. AP

Íslandsvinurinn Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, og synir hennar Sean Ono og Julian, og útgáfufyrirtækið EMI Blackwood Music Inc, hafa lögsótt framleiðendur heimildarmyndarinnar Expelled: No Intelligence Allowed, fyrir að nota lag Lennons, „Imagine“, í leyfisleysi í myndinni.

Lennon hljóðritaði lagið árið 1971 og má til gamans geta að tímaritið Rolling Stone setti það í þriðja sæti yfir bestu lög allra tíma, í úttekt sinni fyrir fjórum árum.

Sækjendur málsins vilja að bann verði sett á notkun lagsins í myndinni og fara auk þess fram á skaðabætur. Í heimildarmyndinni er fjallað um eldfimt efni, kennslu í grunnskólum í því að Guð hafi skapað allt líf á jörðinni í stað þess að það hafi þróast eins og kenning Charles Darwins lýsir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir