Leik- og söngkonan Jennifer Lopez er komin með raunveruleikaþátt. Myndavélar munu fylgjast náið með lífi söngkonunnar sem hefur í nógu að snúast. Þetta kemur fram á kvikmyndavefnum IMDB.
„Ég hlakka mikið til að deila þessu ferðalagi með fólki,“ sagði Angela Shipiro, forstjóri TLC. „Jennifer býr yfir mikilli ástríðu og hún á eftir að verða frábær fyrirmynd“.