Glöggir útvarpshlustendur hafa máske tekið eftir auglýsingum frá símafyrirtækinu Sko, þar sem skotið er föstum skotum að Símanum og herferð hans, sem byggist á Merzedes Club-hópnum. Í auglýsingunni segir til dæmis: „Hó hó hó I say hey hey hey“ sem er augljós skírskotun til Eurovision-framlags hópsins og á öðrum stað segir: „Láttu ekki gabbast af taninu,“ sem er vísun til litarhafts karlpeningsins í Merzedes Club.
Upplýsingafulltrúi Símans, Linda Björk Waage, segist ekki munu aðhafast neitt í málinu. „Ef þeir kjósa að nýta sér okkar ágætu auglýsingaherferð, er það bara þeirra mál. Ef þeir hafa engar betri hugmyndir fram að færa sjálfir, verður bara að hafa það.“