Prinsarnir skipta um hlutverk

Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar með stjúpmóður sinni Camillu Parker Bowles.
Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar með stjúpmóður sinni Camillu Parker Bowles. Reuters

Bresku prinsarnir Vilhjálmur og Harry virðast skyndilega hafa skipt um hlutverk sem draumaprins og gosi breskra fjölmiðla. Vilhjálmur var til skamms tíma í hlutverki myndarlega, staðfasta prinsins á meðan Harry var glaumgosinn sem m.a. gerði það glappaskot að klæðast nasiastabúningi á grímuballi.

Á síðustu mánuðum hefur Harry hins vegar birts í fjölmiðlum sem dyggur hermaður á sama tíma og Vilhjálmur hefur orðið uppvís að því að brjóta reglur breska flughersins með því að nýta herþyrlur til persónulegra erinda.

„Þetta sýnir Vilhjálm í slæmu ljósi,” segir almannatengslasérfræðingurinn Max Clifford. „Þetta snýst um ímynd hins fordekraða forréttindamanns. Hefði einhver annar yfirmaður innan flughersins hegðað sér með þessum hætti hefði honum eflaust verið sparkað á tveimur mínútum. Þetta sendir út kolröng skilaboð. Þau að vegna þess hver hann er geti hann gert hvað sem er. Það er viðhorf sem breskur almenningur kann ekki við.”

Þá segir hann Vilhjálm hafa skaðað ímynd sín á sama tíma og vinsældir Harry hafi aukist mjög í kjölfar herþjónustu hans í Afganistan og skyndilegrar heimkvaðningar hans.

„Þetta er framkoma sem maður á ekki von á að sjá í nútíma konungsveldi ,” segir Robert Jobson, sem skrifað hefur um bresku konungsfjölskylduna. „Fólk verður að axla ábyrgð. Ég lít svo á að Vilhjálmur hafi gert mistök og að hann ætti að gera sér grein fyrir því. Harry var álitinn óþekki strákurinn, glaumgosaprinsinn, þar til hann fór í stríðið, en nú er það Vilhjálmur sem þarf að taka sig á."

Talsmaður breska hersins hélt því upphaflega fram að lending Vilhjálms í garði kærustu hans hafi verið eðlilegur þáttur af þjálfun hans en aðrir talsmenn hersins hafa síðan viðurkennt að mistök hafi verið gerð er Vilhjálmi var leyft að ráða því hvert hann flygi Chinook herþyrlum. Hefur hann m.a. flogið í steggjapartí á eyjunni Wight og tekið Harry upp á leiðinni og yfir Highgrove, sveitasetur föður síns og Sandringham, eitt af setrum Elísabetar Englandsdrottningar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar